REGLUR SKÓLANS

Vinsamlegast tilkynnið veikindi eða önnur forföll á facebook, í tölvupósti á valkyrjadanslist@gmail.com eða beint til kennara

Nemendur og foreldrar eru beðnir að gæta að stundvísi, en gott er að mæta alltaf amk. 5 mínútum áður en tíminn byrjar.  

Nemendur eru beðnir að klæðast aðsniðnum fötum, vera með hár greitt upp og vel frá andliti og alltaf með vatnsbrúsa meðferðis.

Í kennslustund er biðlað til nemenda að þeir virði verkstjórn kennara, sýni háttvísi og nærgætni við aðra nemendur og einbeiti sér að viðfangsefninu.

 

Sé einhver þessara reglna brotin gæti kennari beðið nemanda að setjast niður og horfa á rest tímans, eða jafnvel beðið hann að fara úr kennslustund.   

Artboard%201%20copy%2040_edited.png

GAGNLEGAR UPPÝLSINGAR

  • Prufuvika fer fram fyrstu kennsluvikuna, skráning í hana og upplýsingar má finna með því að smella hér og skrolla niður.

  • Ef þess er óskað er hægt að skipta greiðslum niður í allt að þrjár greiðslur yfir önnina, en skráning í námið jafngildir samt sem áður skuldbindingu til að greiða námsgjöld að fullu. ​

  • Systkinaafsláttur: Valkyrja danslistarskóli býður upp á fjölskylduafslátt en hann er 10% fyrir tvo eða fleiri fjölskyldumeðlimi.

Artboard%201%20copy%2040_edited.png