urdur bw 2.jpg

URÐUR STEINUNN

Dansari, danskennari, danshöfundur og skólastjóri Valkyrju danslistarskóla.

Urður hefur verið tengd dansi frá blautu barnsbeini, en fluttist frá Akureyri til Reykjavíkur 17 ára gömul til að stunda nám við Listdansskóla Íslands. Eftir fjögur ár í Listdansskólanum útskrifaðist hún og flutti til Spánar. Þar bjó hún í þrjú ár og stundaði dansnám í Listaháskólanum í Barcelona, þaðan sem hún útskrifaðist með fyrsta flokks BA hons gráðu árið 2019. 

Urður hefur allajafna kennt dans meðfram námi sínu, en eftir útskrift kom hún heim til Akureyrar þar sem hún kenndi í dansstúdíói sem og í grunnskóla. Þaðan fluttist hún svo til Vopnafjarðar þar sem hún stofnaði Valkyrju danslistarskóla.

Listdansbraut - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Nútímalistdansbraut - Listdansskóli Íslands

BA Hons Dance - Institute of the Arts Barcelona

ELÍSA HRÖNN

Aðstoðarkennari hjá Krílahópum

Elísa er 16 ára og býr á Vopnafirði. Hún hefur elskað að dansa frá því að hún var lítil. Hún segir dansinn eiginlega alltaf hafa veitt sér gleði og að hann sé bæði andlega og líkamlega góður fyrir hana.

Elísa hefur gaman af því að hjálpa við að kenna leikskólabörnum en segir það líka erfitt, sérstaklega þegar þau eru komin í mikið stuð.

Lilja_edited.jpg

LILJA BJÖRK

Aðstoðarkennari hjá Krílahópum og nemandi í C hópi

Lilja Björk hefur mikinn áhuga á dansi. Hún segir hann bæði fjölbreyttan og skemmtilegan. Eftir að hún byrjaði að æfa hjá Valkyrju ákvað hún að í framtíðinni langaði hana að vinna við sviðslistir!

Hún hlakkar til að æfa áfram, vera aðstoðarkennari í krílahópum og læra meira um dans.